Færsluflokkur: Bloggar

Snjór og draugahestar

Snjór og tær rómantík að ríða út á fallegustu reiðvegum landsins! Við erum rétt farin að hreyfa gæðinga og bara gaman.  Það er svooooo fallegt að ríða í gegn um furulundina hérna fyrir ofan Hafnarfjörð. Og ekki minnkar það þegar tréin eru þakin mjöll.  Það heyrist varla í hestunum og rétt eins og maður líði áfram í draumi.  Í kvöld gerðist nokkuð dularfullt.  Það birtust tveir draugahestar í gerðinu okkar. Við erum nokkur um gerðið og enginn þekkti þessi tvö hross. Það upphófst mikil spæjara vinna. Enginn eigandi fannst lengi vel.  Svo eftir magnaðar rannsóknir hafðist upp á manni sem átti von á hrossum í desember ef ferð félli til. Nú ferðin féll í dag, en enginn hafði fyrir því að láta viðtakanda vita og var hann bundinn í vinnu víðsfjarri hesthúsinu. Jarpur og Gráni eru þó komnir í hús og búnir að fá tuggu og allt er gott sem endar vel.

 


Komin á moggablogg

Nú hef ég flutt mig hingað af gamla blogginu mínu. Það hefur ekki verið mikið bloggað undanfarið, þó ekki hafi vantað áhugaverð málefni. Til dæmis að fólk sem hefur grætt mikla peninga hratt er farið að tapa sömu peningum enn hraðar sem er auðvitað slæmt.  Svo hefur það komið á þá bera í Grindavík að það snjóar á Íslandi í janúar! Svona streyma ávallt til manns fréttir sem hægt er að hafa skoðanir á.  

 En við hér í húsi höfum haft það náðugt um helgina og nutum lífsins í sameiginlegu sumahúsi allra starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar um helgina.  Þetta er frábært hús í Skorradal. Þar var snjór yfir öllu og Skorradalsvatn ísilagt og rennislétt.  Unaðslega fallegt.  Sem sagt frábær helgi með manni,börnum og barnabörnum, heitum potti og einu stóru lambalæri og rauðvínsflösku.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband