Snjór og draugahestar

Snjór og tær rómantík að ríða út á fallegustu reiðvegum landsins! Við erum rétt farin að hreyfa gæðinga og bara gaman.  Það er svooooo fallegt að ríða í gegn um furulundina hérna fyrir ofan Hafnarfjörð. Og ekki minnkar það þegar tréin eru þakin mjöll.  Það heyrist varla í hestunum og rétt eins og maður líði áfram í draumi.  Í kvöld gerðist nokkuð dularfullt.  Það birtust tveir draugahestar í gerðinu okkar. Við erum nokkur um gerðið og enginn þekkti þessi tvö hross. Það upphófst mikil spæjara vinna. Enginn eigandi fannst lengi vel.  Svo eftir magnaðar rannsóknir hafðist upp á manni sem átti von á hrossum í desember ef ferð félli til. Nú ferðin féll í dag, en enginn hafði fyrir því að láta viðtakanda vita og var hann bundinn í vinnu víðsfjarri hesthúsinu. Jarpur og Gráni eru þó komnir í hús og búnir að fá tuggu og allt er gott sem endar vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hæ pæ og velkomin á moggabloggið. Ég efa ekki að þú látir eitthvað gott af þér leiða hér eins og annars staðar :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.1.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband