28.2.2008 | 22:21
Hjúskaparvandi á Spáni og vændi á elliheimilum í Danmörku
Hroðalegar fréttir af heimilisofbeldi á Spáni voru í kvöldfréttunum á RúV. Fjórar konur myrtar af eiginmönnum sínum á einum sólarhring. Sextán konur hafa verið myrtar það sem af er þessu ári. Við erum ekki búin með nema tvo mánuði af því. Það er greinilega eitthvað mikið að þegar svona hlutir gerast. Konur sem talað var við kölluðu eftir harðari dómum. Mér finnst það skjóta skökku við. það þarf að taka á málinu löngu löngu áður en það kemur til dómara.
Önnur frétt vakti athygli mína. Vændiskaup danskra hjúkrunarkvenna til handa umbjóðendum sínum á vistheimilum. Þær ku kaupa þessa þjónustu til að þurfa ekki að hafa karlagreyin uppdópuð! Þegar karlar eru orðnir svo elliærir að þeir geta ekki sjálfir orðið sér úti um kvenfólk þá rjúka hjúkkur upp til handa og fóta og panta vændiskonur! Auðvitað verður að fullnægja þessari þörf eins og öðrum sagði kynfræðingurinn káti. Hvað með elliærar kellingar?? Hver gerir eitthvað fyrir þær? Bara spyr sisvona.
Það eru sem sagt einungis tvö ár síðan að þessi viðskipti hjúkrunarfólks voru bönnuð í Kaupmannahöfn, en eru leyfð annarsstaðar. Frekar finnst mér þetta vera komið úr böndum hjá frændum okkar dönum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.