27.1.2008 | 16:14
Skortur á kennurum! Réttur brotinn á nemendum.
Forsíða Fréttablaðsins í gær er undirlögð af þessari staðreynd. Kennarar eru á flótta út úr skólunum vegna lélegra kjara. Hvað eftir annað höfum við verið send inn í skólana úr kjarabaráttu með lagaboði. Enginn kennari trúir á að við fáum leiðréttingu á launum í næstu kjarasamningum. Enginn sem ég hef heyrt í. Kennarar sem eru komnir með reynslu og sjá fram á mörg ár enn í starfi eru að mennta sig burt úr kennslu! Það væri gaman að vita hve margir kennarar eru í fjarnámi að læra til annarra starfa. Ungu kennarnir eru enn frískir og hlaða á sig aukavinnu sem nóg er af. Það er hægt í nokkurn tíma. En þreyttur kennari er ekki góður kennari. Það kemur að því að þreytan étur upp starfsgleðina. Það er skemmtilegt starf að kenna ef starfsumhverfið er gott. Á það ekki um öll störf? 'Ojú. En þegar nær öll vinnuævin hefur verið þannig að manni finnst maður aldrei vera metinn til sanngjarnra kjara þá vellur upp óánægja og leiðindi. Það er það sem við stöndum frammi fyrir i grunnskólunum núna. Þeir eru að fyllast af leiðbeinendum því kennararnir eru á förum eða farnir.
10% kennslukrafta í Hafnarfirði eru leiðbeinendur og þeim fjölgar ört. 'Agætis fólk. En nýstúdent sem fær 4.bekk í umsjón er kannski ekki það sem við viljum sjá í sömu andrá og ráðherra menntamála tala um meistarnám fyrir grunnskólakennara!
Ekki hægt að halda úti smíðakennslu í öllum skólum hér í bænum. 'A öðrum stað hefur skólabókasafninu nærri alveg verið lokað og safnakennarinn notaður í annað. Bara fátt eitt nefnt.
Nei ég á ekki von á kjarasamningi sem skilar neinu öðru en því sem undanfarnir samningar hafa gert= meiri vinnu en EKKI auknum launum
Þessvegna fékk ég mér aðra vinnu til að hafa efni á að vera kennari.
Athugasemdir
Þegar skólastjórum bæjarins er farið að detta í hug að láta mig kenna í skólunum sínum þá er eitthvað mikið að ... svo ekki sé meira sagt
Sonurinn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.