28.4.2008 | 21:46
"Útvistun kennslu"
11.8%verðbólga og kjör kennara eru rétt með 15-25% samningi! Það er alveg ástæðuleust að missa sig af hrifningu. Við eru ekki að gera neitt meira en rétt að hanga í verðbólgunni. Engin kjarabót þarna. Gömlu greyin sem hafa þraukað eins og ég í gegn um hverja hörmungarsamninga eftir aðra erum svo sem hætt að trúa á að það rætist úr okkar kjörum. Við fáum 15%. Fréttirnar í kvöld endurómuðu af verðhækkunum sem sópa upp þessum samningi.
Skoðun mín er sú að það verður ekki fyrr en núverandi kerfi verður brotið upp og við horfum til einkaskóla eða förum að bjóða í einstaka þætti kennslunnar að einhverjar kjarabætur verða. Við kennararnir verðum að vera á undan. Hugsa málið áður en í meira óefni er komið. Hvernig væri að´"útvista" kennsluna. Þetta var gert við læknaritara. Verum bara skrefinu á undan og bjóðum útvistun á okkar forsendum. Td væri hægt að gera rekstrafélagi skóla (bæjafélagi) tilboð í íslenskukennslu á unglingastigi. X margir unglingar á x krónur. Öll sex ára gerð læs fyrri x krónur. Verktakavinna.
Það er allavega alveg ljóst að á meðan við semjum sem einn risastór hópur þá verður ekki mikið um leiðréttingu.
Jú jú ég er bara full af ergelsi og pínu fúl út í sjálfa mig fyrir að hafa enn og aftur gert mér vonir um kjarabætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)