Skólabörn og sorphirðing

Nú er þar komið að mér sem kennara er stórlega misboðið. Þar á ég við mína yfirboðara að eiga, þe skólastjórnendur og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði.  Þessu góða fólki hefur sem sagt dottið það snjallræði í hug að grunnskólabörn taki að sér gegn gjaldi að þrífa bæinn.  Þetta á að gerast á skólatíma og undir verkstjórn kennara.  Til þess að kennarar taki þessu vel er lesið yfir starfsmönnum úr Aðalnámsskrá grunnskóla.  Sem sagt grunnskólinn kominn á launaskrá hjá bænum, eftirlitsmaður bæjarins tekur verkið út og ef það er unnið samkvæmt hans geðþóttaákvörðun um gott verk þá er verið að tala um bónus.  Alls er þetta 200.000 kall..ef vel er unnið.  Maður spyr sig hvert stefnir grunnskólinn? Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að grunnskólabörnin sópuðu göturnar líka, en þar fannst fólki komið nóg.  Ruslatínslan væri nægt verkefni, enda er ekki verið að tala um að rölta um umhverfið einu sinni eða svo heldur nokkrum sinnum.  Frjálsum félagasamtökum í bænum var einnig gert þetta kostaboð og er vitað til að þau hafi orðið kát við enda klóstettrúllusala orðin nokkuð mettaður markaður.

Eru foreldar sáttir við þessa barnavinnu sem hefur fram til þessa verið á verkefnalista Áhaldahúss bæjarins. Þykir þeim í lagi að námstími barnanna fari í ruslatínslu í heilu hverfunum. Maður spyr sig.


Bloggfærslur 17. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband