14.1.2008 | 22:20
Komin á moggablogg
Nú hef ég flutt mig hingað af gamla blogginu mínu. Það hefur ekki verið mikið bloggað undanfarið, þó ekki hafi vantað áhugaverð málefni. Til dæmis að fólk sem hefur grætt mikla peninga hratt er farið að tapa sömu peningum enn hraðar sem er auðvitað slæmt. Svo hefur það komið á þá bera í Grindavík að það snjóar á Íslandi í janúar! Svona streyma ávallt til manns fréttir sem hægt er að hafa skoðanir á.
En við hér í húsi höfum haft það náðugt um helgina og nutum lífsins í sameiginlegu sumahúsi allra starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar um helgina. Þetta er frábært hús í Skorradal. Þar var snjór yfir öllu og Skorradalsvatn ísilagt og rennislétt. Unaðslega fallegt. Sem sagt frábær helgi með manni,börnum og barnabörnum, heitum potti og einu stóru lambalæri og rauðvínsflösku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)