28.4.2008 | 21:46
"Útvistun kennslu"
11.8%verðbólga og kjör kennara eru rétt með 15-25% samningi! Það er alveg ástæðuleust að missa sig af hrifningu. Við eru ekki að gera neitt meira en rétt að hanga í verðbólgunni. Engin kjarabót þarna. Gömlu greyin sem hafa þraukað eins og ég í gegn um hverja hörmungarsamninga eftir aðra erum svo sem hætt að trúa á að það rætist úr okkar kjörum. Við fáum 15%. Fréttirnar í kvöld endurómuðu af verðhækkunum sem sópa upp þessum samningi.
Skoðun mín er sú að það verður ekki fyrr en núverandi kerfi verður brotið upp og við horfum til einkaskóla eða förum að bjóða í einstaka þætti kennslunnar að einhverjar kjarabætur verða. Við kennararnir verðum að vera á undan. Hugsa málið áður en í meira óefni er komið. Hvernig væri að´"útvista" kennsluna. Þetta var gert við læknaritara. Verum bara skrefinu á undan og bjóðum útvistun á okkar forsendum. Td væri hægt að gera rekstrafélagi skóla (bæjafélagi) tilboð í íslenskukennslu á unglingastigi. X margir unglingar á x krónur. Öll sex ára gerð læs fyrri x krónur. Verktakavinna.
Það er allavega alveg ljóst að á meðan við semjum sem einn risastór hópur þá verður ekki mikið um leiðréttingu.
Jú jú ég er bara full af ergelsi og pínu fúl út í sjálfa mig fyrir að hafa enn og aftur gert mér vonir um kjarabætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 19:20
Skólabörn og sorphirðing
Nú er þar komið að mér sem kennara er stórlega misboðið. Þar á ég við mína yfirboðara að eiga, þe skólastjórnendur og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði. Þessu góða fólki hefur sem sagt dottið það snjallræði í hug að grunnskólabörn taki að sér gegn gjaldi að þrífa bæinn. Þetta á að gerast á skólatíma og undir verkstjórn kennara. Til þess að kennarar taki þessu vel er lesið yfir starfsmönnum úr Aðalnámsskrá grunnskóla. Sem sagt grunnskólinn kominn á launaskrá hjá bænum, eftirlitsmaður bæjarins tekur verkið út og ef það er unnið samkvæmt hans geðþóttaákvörðun um gott verk þá er verið að tala um bónus. Alls er þetta 200.000 kall..ef vel er unnið. Maður spyr sig hvert stefnir grunnskólinn? Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að grunnskólabörnin sópuðu göturnar líka, en þar fannst fólki komið nóg. Ruslatínslan væri nægt verkefni, enda er ekki verið að tala um að rölta um umhverfið einu sinni eða svo heldur nokkrum sinnum. Frjálsum félagasamtökum í bænum var einnig gert þetta kostaboð og er vitað til að þau hafi orðið kát við enda klóstettrúllusala orðin nokkuð mettaður markaður.
Eru foreldar sáttir við þessa barnavinnu sem hefur fram til þessa verið á verkefnalista Áhaldahúss bæjarins. Þykir þeim í lagi að námstími barnanna fari í ruslatínslu í heilu hverfunum. Maður spyr sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)